Be Safe Online
Safer Use of Services on the Internet
ÖRUGG NOTKUN NETSINS
GULLNAR REGLUR
VEFURINN
HEIMASÍÐUR
TÖLVUPÓSTUR
SPJALLRÁSIR
SKYNDISKILABOÐ
FRÉTTAHÓPAR
SKRÁARSKIPTI
VERSLUN Á NETINU
NETSíUR
TÖLVUVíRUSAR
EINELTI Á NETINU
ORÐSKÝRINGAR
ÞITT ÁLIT
Heimili og skóli
Heimasíður
Children Using Computer

Einn af mörgu kostum Netsins er sá möguleiki að búa sjálfur til heimasíðu og koma þannig skoðunum og sjónarmiðum á framfæri. Hægt er að setja upp heimasíðu um t.d. uppáhalds íþróttafélag, tónlistarmann eða stjórnmál. Í dag er ótrúlegur fjöldi heimasíða á Netinu og margar þeirra eru í eigu einstaklinga eða fjölskyldna og er einungis ætlað að skemmta fjölskyldunni sjálfri t.d. með myndum og myndatexta.

Það er tiltölulega einfalt að setja upp heimasíðu. Til er hugbúnaður sem gerir það aðgengilegt jafnvel þeim sem litla tölvuþekkingu hafa. Það að setja upp heimasíðu getur verið ágætis fjölskyldusamstarf.

Á Netinu má nálgast hugbúnað sem gerir heimasíðugerð auðvelda, frítt eða fyrir lága upphæð. Einnig má þar finna vefsíður sem leiðbeina varðandi uppsetningu á heimasíðum.

Að lokum þarf að huga að því að geyma þarf heimasíðuna hjá aðila sem sér um vistun. Rétt er að hafa samband við Internetþjónustu þá er skipt er við og fá leiðbeiningar um hvernig staðið skal að vistun. Vanalega fylgir frítt heimasíðusvæði með Ineternetaðgangi en þó með einhverjum takmörkunum, s.s. hámarks gagnamagni.

Algeng vandamál
Vert er að huga vandlega að því hvað birt er opinberlega. Hafa þarf í huga að fólk getur misnotað upplýsingar sem koma fram á heimasíðu og því rétt að huga vel að því hvaða upplýsingar eiga þar heima. Ef nafn og heimilisfang er gefið upp og jafnvel einnig talað um hvað eigandi síðunnar hlakkar mikið til sumarfrísins í ágúst, er hægt að búast við heimsókn innbrotsþjófa einmitt á þeim tíma. Einnig er ástæðulaust að birta símanúmer á heimasíðu.

Ef settar eru myndir af fjölskyldunni á Netið getur það boðið heim þeirri hættu að myndir verði afritaðar og þeim breytt á einhvern ógeðfelldan máta. Það getur verið varasamt að setja nöfn barna við myndir á netinu því á þann máta er búið að bjóða þeirri hættu heim að ókunnugugir geti kallað á barnið með nafni.

Netföng eru oft sett á heimasíður og gestir hvattir til að hafa samband. Rétt er að athuga að til eru forrit sem fara um vefsvæði og safna saman netföngum sem síðan eru seld fyrirtækjum sem senda óumbeðinn póst s.k. "spam".

Að hafa gestabók á heimasíðu bíður heim þeirri hættu að einhver skrifi í hana óviðeigandi texta, því þarf stöðugt að skoða gestabókina.

Einnig þarf að aðgæta að texti á vefsíðu er háður höfundarétti. Þannig er óheimilt að taka texta, myndir, teikningar, hreyfimyndir, tónlist eða myndbrot af annarra vefsíðum og nota á sína eigin án leyfis.
Þá þarf að gæta almennra hegningalaga og venjulegrar siðvendni varðandi þann texta sem birtur er á heimsíðum. Flestir internetþjónustuaðilar birta á heimasvæðum sínum reglur eða skilmála sem notendum ber að fara eftir. Þær ættir þú að kynna þér.

Öryggi þinnar heimasíðu varðar þig miklu. Til að verja að ekki verði brotist inn á síðuna og henni breytt þarftu að passa upp á að enginn komist yfir notendanafn og aðgangsorð að þinni síðu. Verðir þú var við að einhver hafi átt við síðuna, tilkynntu það þá strax til þíns þjónustuaðila. Honum ber að grípa til viðeigandi ráðstafana.

Skólar þurfa að gæta varkárni varðandi það efni sem þeir heimila nemendum að senda út á vefinn. Einnig ættu foreldrar eða forráðamenn að yfirfara það efni sem börn þeirra senda út á Netið.

Efst á síðu

ÖRUGG NOTKUN NETSINS -- GULLNAR REGLUR --  VEFURINN --  HEIMASÍÐUR
TÖLVUPÓSTUR
--  SPJALLRÁSIR -- SKYNDISKILABOР-- FRÉTTAHÓPAR
SKRÁARSKIPTI -- VERSLUN Á NETINU -- NETSíUR -- TÖLVUVíRUSAR -- EINELTI Á NETINU -- ORÐSKÝRINGAR -- ÞITT ÁLIT --