Be Safe Online
Safer Use of Services on the Internet
ÖRUGG NOTKUN NETSINS
GULLNAR REGLUR
VEFURINN
HEIMASÍÐUR
TÖLVUPÓSTUR
SPJALLRÁSIR
SKYNDISKILABOÐ
FRÉTTAHÓPAR
SKRÁARSKIPTI
VERSLUN Á NETINU
NETSíUR
TÖLVUVíRUSAR
EINELTI Á NETINU
ORÐSKÝRINGAR
ÞITT ÁLIT
Heimili og skóli
Tölvuvírusar
Children Using Computer

Vírus er forrit sem smitar önnur forrit, disklinga eða geisladiskadrif þannig að hann getur dreift sér frá einni tölvu í aðra. Vírus getur komist í tölvur á þann hátt að notandi hennar hleður niður sýktu forriti (mögulega án sinnar vitundar) eða fær vírusinn með disklingi. Til eru þúsundir tegunda af vírusum. Margir valda litlum skaða en eru pirrandi en svo eru aðrir sem eru tifandi tímasprengjur og geta valdið miklum usla í skjölum og geta jafnvel eyðilagt harða disk tölvunnar. Fjölvavírus (macro virus) dreifist með því að smita Microsoft Word eða Excel skjöl.

Efst á síðu

Tölvuormar
Ormar, eins og vírusar, eru hannaðir til að dreifa sér. En í stað þess að bíða þess að tölvunotandi færi til forrit eða disklinga, dreifir hann sér sjálfur á Netinu. Til dæmis, geta þeir sent sjálfa sig á alla skráða aðila í netfangaskrá tölvunnar. Það þýðir að ormar dreifast mun hraðar en vírusar. "E-mail vírusar" eru í raun ormar en ekki vírusar.

Efst á síðu

Tójuhestar
Tójuhestur er forrit með falda verkáætlun. Þegar forritið er keyrt, gerir það eitthvað óvænt, oftast án vitundar notanda. Öfugt við vírusa sem ætlaðir eru til dreifingar, eru Tójuhestar oftast (þó ekki algilt) hannaðir til að skila einu ákveðnu verki. Heilmargir Tójuhestar hringsóla á Netinu, flestir með það að markmiði að opna bakdyr að tölvu þegar notandi hennar er á Internetinu og opna þar með leið tölvurefa (hakkara) að skrám og göngum. Sérsmíðaður Tójuhestur getur verið bundinn ákveðnu forriti. Þegar notandi hleður slíku forriti niður á tölvuna sína, hleðst Tójuhesturinn einnig niður í bakgrunninum.

Efst á síðu

Markaðsfólk
Fólk sem vill selja vörur eða selja upplýsingar um tölvunotendur, eru oft frekar pirrandi en ógnandi. Það líður þó oft ekki á löngu þar til þeir get on your goat....? Ef tölvunotandi ekki heldur leyndum upplýsingum um hvernig hægt er að hafa samband við hann, líður ekki á löngu áður en pósthólf tölvunnar yfirfyllist af ruslpósti sem nánast ómögulegt er að koma í veg fyrir að berist.

Efst á síðu

Til varnar
Það er útbreiddur misskilningur að vírusvarnarforrit sé lausn á öllum ofangreindum vandamálum. Mikilvægt er að nota vírusvarnarforrit en enn mikilvægara er þó að skilja hvernig vírusarnir virka og vera varkár.

Hugsa áður en viðhengi eru opnuð
Uppfæra vírusvarnarforritin
Ef einhver sendir þér í tölvupósti hugbúnað eða skjöl með endingu .REG eða .INF. Hentu því sem þér var sent og fáðu sendandann til að gefa þér hlekk inn á vefsíðu þar sem þú getur sótt upphaflegu heimildina.

Efst á síðu

ÖRUGG NOTKUN NETSINS -- GULLNAR REGLUR --  VEFURINN --  HEIMASÍÐUR
TÖLVUPÓSTUR
--  SPJALLRÁSIR -- SKYNDISKILABOР-- FRÉTTAHÓPAR
SKRÁARSKIPTI -- VERSLUN Á NETINU -- NETSíUR -- TÖLVUVíRUSAR -- EINELTI Á NETINU -- ORÐSKÝRINGAR -- ÞITT ÁLIT --