Be Safe Online
Safer Use of Services on the Internet
ÖRUGG NOTKUN NETSINS
GULLNAR REGLUR
VEFURINN
HEIMASÍÐUR
TÖLVUPÓSTUR
SPJALLRÁSIR
SKYNDISKILABOÐ
FRÉTTAHÓPAR
SKRÁARSKIPTI
VERSLUN Á NETINU
NETSíUR
TÖLVUVíRUSAR
EINELTI Á NETINU
ORÐSKÝRINGAR
ÞITT ÁLIT
Heimili og skóli
Netsíur
Father And Son Using Computer

Sama gildir um netið og margar aðrar tækninýjungar í gegnum tíðina, það býður upp á mikla möguleika en því fylgja líka skuggahliðar. Við sem erum foreldrar barna 18 ára og yngri þurfum að gera ráð fyrir Netinu við uppeldi okkar barna og kenna þeim að umgangast þennan nýja miðil þannig að þau hafi gagn og gaman af.Breytt uppeldisumhverfi hvetur okkur til að taka afstöðu og setja börnum okkar mörk hvað varðar Netnotkun.

Tæknilegar lausnir svo nefndar netsíur til að útiloka óæskilegt efni á Netinu eru enn sem komið er ekki fullkomnar. Það eru einkum tvær aðferðir sem notast er við. Önnur gengur út á það að allt er bannað nema það sem er leyft en hin aðferðin nálgast viðfangsefnið út frá því sjónarhorni að allt er leyft nema það sem er bannað. Fyrri aðferðin hefur þann stóra galla að mikið af efni sem hefur fræðslu og upplýsingagildi er útilokað. Seinni aðferðin hefur þann galla að stöðugt þarf að vera að viðhalda þeim kerfum sem nota þessa nálgun. Farsælasta lausnin er því e.t.v. sú að kenna börnunum að umgangast netið, kenna þeim að velja það sem sjálfsvirðingin býður þeim að sé við hæfi en sleppa hinu.

Algeng vandamál
Við getum lokað fyrir aðgang okkar barna að efni á netinu með netsíu en það er ekki þar með sagt að nágranninn setji netsíu á sína tölvu. Þar með geta okkar börn e.t.v. átt greiðan aðgang að öllu efni á netinu á heimilum félaga sinna. Ekki síst ef þar er sítenging.

Í Internet Explorer er hægt að setja á síun á óæskilegu efni en vandamálið við þá síu er að hún hindrar líka að hægt sé að skoða flestar íslenskar síður s.s. http://www.mbl.is og http://www.heimiliogskoli.is. Sían fellur því um sjálfa sig og er í raun ónothæf.

Aðrar síur eru í boð og þarf þá að setja þær sérstaklega upp á tölvurnar. Síminn Internet býður m.a. uppá Netvörð (Cyber Patrol) Netvörður hefur fengið ágæta dóma og þykir auðveldur í uppsetningu.

Margir skólar reyna að hindra aðgang að óæskilegu efni á Netinu. Þið ættuð að athuga hvernig þessum málum er háttað í skólum barnanna ykkar. Skólarnir ættu að koma sér upp verklagsreglum um hvernig er tekið á málum ef það kemur í ljós að vefsíður sem innihalda óæskilegt efni komast í gegnum hindranir.

Efst á síðu

ÖRUGG NOTKUN NETSINS -- GULLNAR REGLUR --  VEFURINN --  HEIMASÍÐUR
TÖLVUPÓSTUR
--  SPJALLRÁSIR -- SKYNDISKILABOР-- FRÉTTAHÓPAR
SKRÁARSKIPTI -- VERSLUN Á NETINU -- NETSíUR -- TÖLVUVíRUSAR -- EINELTI Á NETINU -- ORÐSKÝRINGAR -- ÞITT ÁLIT --