Be Safe Online
Safer Use of Services on the Internet
ÖRUGG NOTKUN NETSINS
GULLNAR REGLUR
VEFURINN
HEIMASÍÐUR
TÖLVUPÓSTUR
SPJALLRÁSIR
SKYNDISKILABOÐ
FRÉTTAHÓPAR
SKRÁARSKIPTI
VERSLUN Á NETINU
NETSíUR
TÖLVUVíRUSAR
EINELTI Á NETINU
ORÐSKÝRINGAR
ÞITT ÁLIT
Heimili og skóli
Orðskýringar
Father And Daugther Using Computer
Listi yfir orð og hugtök sem oft eru notuð þegar talað er um Internetið
 

Attachment: Fylgiskjal eða skrá sent sem hluti af tölvupósti. Bréfaklemma við hlið póstskilaboða gefur til kynna að skrá fylgi, hana þarf síðan að opna sérstaklega.

Browser: Skoðari, rápforrit, skoðunarforrit. Hugbúnaður sem gerir notendum kleift að "rápa" á Netinu. Mest notaði hugbúnaðurinn er Microsoft´s Internet Explorer en Netscape og Opera njóta einnig mikilla vinsælda.

Chat: Spjall, spjallrás. Rásir á Netinu sem gefa aðilum með sameiginleg áhugamál tækifæri til að spjalla saman. Þegar þú ert á spjallrás getur þú séð alla umræðu á skjánum um leið og hún á sér stað.

Cookie: Litlar textaskrár á þinni tölvu sem gera vefsíðum kleift að þekkja þig sem þeirra viðskiptavin. Þar sem þessar skrár geyma upplýsingar um það sem þú setur í forgang geta þær gert þitt ráp á Netinu auðveldara og persónulegra. Skrárnar valda gjarnan áhyggjum varðandi persónuvernd . Rápforrit bjóða upp á þann möguleika að vara við þessum textaskrám áður en þú samþykkir þær eða samþykkja þær alls ekki.

Domain: Umdæmi, lén, sérsvið. Domain Name; er hluti af kerfi sem skipuleggur netföng. Lénum er skipt niður og sést skiptingin á endingu netfanga t.d. .com tilheyrir viðskiptaléni, .is merkir að lénið er á íslandi. Síðan eru undirskiptingar innan stóru lénanna svo sem bbc.co.uk

Directory: Notendaskrá, kerfasafn, efnisskrá.

Download: Flytja niður, niðurflutningur. Flutningur gagna frá tölvu einhvers staðar á Netinu yfir í þína tölvu. Notaður er niðurflutningur við skoðun á tölvupósti. Það ber þó að fara varlega við niðurflutning af vefsíðum sem maður þekkir ekki þar sem efnið getur innihaldið vírusa.

E-mail: Tölvupóstur, netpóstur gefur möguleika á að senda og móttaka póst á Netinu frá hverjum þeim sem hefur netfang.

Favorites: Geymir tilvísun til vefsíðna og gerir notanda þar með kleift að fara aftur inn á áður skoðaðar vefsíður án þess að slá inn netfang.

Frequently Asked Questions (FAQ): Algengar spurningar

Hacker: Tölvurefur, tölvugarpur, tölvuþrjótur. Aðili sem brýst inn á svæði til að skoða og /eða breyta viðkvæmum upplýsingum.

Home page: Heimasíða kv. Fyrsta vefsíða sem notandi fær aðgang að hjá tilteknum einstaklingi, stofnun eða fyrirtæki. Unnt er að nálgast aðrar vefsíður með því að fylgja (hyperlink) stikluleggjum frá heimasíðunni.

Hyperlink: hypermedia link: stikluleggur kk. Stefnubundin rökleg tengsl milli eininga af gögnum í stiklubúnaði, þar sem gert er ráð fyrir röklegum stikli.

Logical: Röklegur lo. Sem lýtur að skipan gagna eins og notandi skynjar hana

Host computer: Hýsitölva kv. Tölva í tölvuneti sem veitir notendum ýmsa þjónustu, sér t.d. um útreikninga og veitir aðgang að gagnasöfnum, og stjórnar yfirleitt notkun netsins

HTML: hypertext markup language: Heiti á einföldu ívafsmáli, vefmáli sem notað er til þess að búa til stikluskjöl sem unnt er að flytja á milli verkvanga. HTML er gert eftir SGML og hefur stofnræna merkingarfræði, hentuga til þess að setja fram upplýsingar frá margvíslegum notkunarhugbúnaði. 2. HTML-skjöl geta verið fréttir í formi stiklutexta, póstur, valmyndir í formi stiklutexta, niðurstöður fyrirspurna til gagnasafna, einföld mótuð skjöl með teikningum og geymdar upplýsingar, séðar sem stiklutexti

Internet service provider (ISP): Þjónustuveita fyrir Lýðnetið, Þjónustuveita sem veitir aðgang að Lýðnetinu.

Keyword: Lykilorð hk. Lesstak sem auðkennir tiltekna máleiningu. ( Dæmi) Í setningunni "IF A = B GOTO NNN" í Cobol eru IF og GOTO lykilorð, en A og B nefni. Lykilorðið lítur oftast út eins og nefni

Modem: Mótald gerir notendum kleift að flytja upplýsingar milli tölva með hvaða símalínu sem er.

Network etiquette: Netiquette, netsiðir kk. ft Siðir og siðareglur sem notandi verður að virða á málþingi.

Newsgroup: Málþing hk. Tölvuþing sem er helgað tilteknu málefni. Venjulega stofnar tiltekinn einstaklingur málþingið og þar eru þátttakendur, lesendur og hugsanlega gæslumenn

Scroll: Skruna so. Hreyfa myndeiningar í glugga, venjulega lóðrétt eða lárétt, á þann hátt að ný gögn birtast öðrum megin í glugganum um leið og gömul gögn hverfa hinum megin í honum.

Search engine: Leitarkerfi hk. Hugbúnaður sem hjálpar notanda m.a. að finna heiti eða vistfang Lýðnetsseturs að gefnum tilteknum skilyrðum

Server: Þjónn, miðlari

Spam: Amapóstur, senda amapóst

Uniform resource locator (URL): Veffang hk. Stafastrengur sem auðkennir annaðhvort Lýðnetssetur eða skrá eða þjónustu sem unnt er að fá aðgang að á Lýðnetssetri. Veffangið segir einnig til um hvernig aðgangi að setrinu, skránni eða þjónustunni er háttað. Þegar veffang vísar til skrár er einnig tilgreint heiti viðeigandi Lýðnetsseturs. [dæmi] (1) "http://www.iso.ch" er veffang Lýðnetsseturs aðalbækistöðva Alþjóðlegu staðlasamtakanna "ISO". Þetta setur er í Genf í Sviss ("ch" er umdæmisheiti Sviss). (2) "http://www.iso.ch/welcome.html" er veffang hinnar ensku heimasíðu Lýðnetsseturs "ISO". Skrá heimasíðunnar er aðgengileg með HTTP-samskiptareglunum. (3) "http://www.ismal.hi.is/ob/" er veffang orðabanka Íslenskrar málstöðvar. (4) "news:toto" gæti verið veffang málþings með heitið "toto".

Virus: Veira kv. Forrit sem dreifir sér með því að breyta öðru forriti þannig að það geymi hugsanlega breytt afrit af fyrra forritinu og er innt þegar kallað er á smitaða forritið. Veira veldur oft tjóni eða er til skapraunar. Einhver atburður getur ræst veiruna, t.d. það að tiltekin dagsetning rennur upp.

World Wide Web: Veraldarvefur, vefurinn, heimsvefur, veraldarvíðsvefur.

ÖRUGG NOTKUN NETSINS -- GULLNAR REGLUR --  VEFURINN --  HEIMASÍÐUR
TÖLVUPÓSTUR
--  SPJALLRÁSIR -- SKYNDISKILABOР-- FRÉTTAHÓPAR
SKRÁARSKIPTI -- VERSLUN Á NETINU -- NETSíUR -- TÖLVUVíRUSAR -- EINELTI Á NETINU -- ORÐSKÝRINGAR -- ÞITT ÁLIT --