Be Safe Online
Safer Use of Services on the Internet
ÖRUGG NOTKUN NETSINS
GULLNAR REGLUR
VEFURINN
HEIMASÍÐUR
TÖLVUPÓSTUR
SPJALLRÁSIR
SKYNDISKILABOÐ
FRÉTTAHÓPAR
SKRÁARSKIPTI
VERSLUN Á NETINU
NETSíUR
TÖLVUVíRUSAR
EINELTI Á NETINU
ORÐSKÝRINGAR
ÞITT ÁLIT
Heimili og skóli
Spjall
Whispering Children image

Spjall á Netinu er aðferð til að halda uppi lifandi samræðum fólks með því að vélrita texta í ákveðinn glugga í þar til gerðu forriti. Þegar textinn er sendur af stað sjá hann allir sem tengdir eru þeirri spjallrás. Segja má að þátttaka á spjallrásum sé félagslegt athæfi og er mjög vinsælt hjá ungu fólki að "hittast" þar og kynnast nýju fólki. Netspjall getur verið mjög jákvætt fyrir fólk sem hefur orðið fyrir fordómum hvers konar því fólk hittist á jafnræðisgrundvelli á spjallrásum.

Hvernig virkar spjall?
Á Íslandi er algengast að tengjast spjallrásum með þar til gerðu forriti, t.d. mIrc sem er mjög vinsælt. Með forritinu tengist fólk því sem kallað er IRC eða "Internet Relay Chat" og er hægt að leita uppi spjallrásir með þessu forriti, en spjallrásunum er oft skipt upp eftir áhugamálum en einnig eftir aldri þátttakenda.

Einnig er hægt að tengjast spjallrásum beint í gegnum vefinn, s.s. á

 www.talkcity.com
Á Íslandi má nefna
 www.hugi.is
en þar má tengjast spjallrásum beint af vefnum. Flestar spjallrásir á vefnum eru opnar öllum sem þýðir að allir geta í raun séð það sem verið er að skrifa. En mjög auðvelt er fyrir notendur að stofna nýja lokaða rás þannig að einungis fáir útvaldir geta tekið þátt. Flestar rásir hafa stjórnendur sem fylgjast með því sem skrifað er og kasta þeim út sem ekki haga sér sæmilega. Í Bretlandi þekkist vernduð spjallrás þar sem krakkar verða að skrá sig í gegnum skólana sína og fá lykilorð til að komast inn á þessa rás. Þessar rásir eru síðan vaktaðar af vel þjálfuðu fólki.

Á spjallrásunum notar fólk skjánafn, þ.e. að öllu jöfnu ekki eiginnöfn heldur tilbúin nöfn. Fólk á spjallrásunum er ekki endilega alltaf heiðarlegt í nafngiftum og því gæti allt eins verið að "nagli17" sé í raun "perri39".

Efst á síðu

Algeng vandamál
Skólar reyna oft að koma í veg fyrir að nemendur tengist spjallrásum en oft sjá krakkarnir við því og komast fram hjá slíkum hindrunum.

Umræðuefnið á spjallrásum tengist oft vandamálum og ungmenni sjá oft óviðeigandi orðbragð, m.a. um kynlíf. Þau gætu einnig verið hvött til að senda af sér myndir og þau gætu einnig fengið óviðeignadi og óæskilegar myndir. Þess eru dæmi að aðilar hafa stefnt að því að kynnast unglingum á spjallrás með það í huga að hitta þá í raunveruleikanum með þeim ásetningi að fremja lögbrot, s.s. nauðgun eða önnur ofbeldisverk.

Besta ráðið er að ræða netnotkun við börn og hlusta á þau segja frá reynslu sinni á Netinu. Mikilvægt er að ræða öll vandamál sem upp kunna að koma og hvetja þau til að segja frá. Reynslan sýnir að boð og bönn leysa ekki allan vanda og því er oft besta ráðið að ræða hlutina og reyna að komast að samkomulagi.

Það er sérlega mikilvægt að foreldrar ræði ógn þess ókunnuga og mikilvægi þess að gefa ekki upp persónuupplýsingar. Hvetjið börnin til að segja frá því ef þau verða fyrir slæmri upplifun á Netinu þannig að hægt sé að rannsaka málið. Hafið fyrst samband við þann sem er ábyrgur fyrir svæðinu en ef vandamálið vex er best að hafa samband við lögreglu.


Efst á síðu
Áhugaverð vefsíða
Þú getur lesið meira um hættur spjallrása m.a. á www.chatdanger.com. Chatdanger er kostuð af breskum góðgerðarsamtökum og varar við ákveðnum hættum við spjallrásir og gefur ráð um hvernig á að spjalla af öryggi á Netinu.
 www.chatdanger.com
Efst á síðu

ÖRUGG NOTKUN NETSINS -- GULLNAR REGLUR --  VEFURINN --  HEIMASÍÐUR
TÖLVUPÓSTUR
--  SPJALLRÁSIR -- SKYNDISKILABOР-- FRÉTTAHÓPAR
SKRÁARSKIPTI -- VERSLUN Á NETINU -- NETSíUR -- TÖLVUVíRUSAR -- EINELTI Á NETINU -- ORÐSKÝRINGAR -- ÞITT ÁLIT --